Sport

Bolt með yfirburði í Stokkhólmi en langt frá sínu besta

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Usain Bolt fagnar hér sigrinum í Stokkhólmi í gær.
Usain Bolt fagnar hér sigrinum í Stokkhólmi í gær. AFP
Usain Bolt, frá Jamaíku, sigraði með yfirburðum í 200 metra hlaupi á frjálsíþróttamóti sem fram fór í Stokkhólmi í Svíþjóð. Mótið er hluti af demantamótaröðinni og kom heimsmethafinn í mark á 20,03 sek., í mótvindi.

Heimsmet hans frá því í á HM í Róm árið 2009 er 19,19 sek., en þetta var síðasta keppnin hjá Bolt þangað til hann keppir á HM í Daegu í Suður-Kóreu í ágúst. Besti tími hans á árinu er 19,85 frá því hann keppti í Osló í júní á demantamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×