Erlent

Tölvuárásir mesta ógnin á eftir kjarnorkuvopnum

Bandaríska leyniþjónustan CIA telur nú að næst á eftir kjarnorkuvopnum séu tölvuárásir mesta ógnin gegn öryggi Bandaríkjanna. Áður hafði eiturefnahernaður og sprengjuárásir skipað þann sess.

Þetta kom fram á ráðstefnu um tölvuöruggi sem stendur yfir í Las Vegas. Cofer Black fyrrum yfirmaður hryðjuverkamiðstöðvar CIA segir að tölvuárásir muni í framtíðinni verða hluti hernaðarátaka hvort sem slík átök séu á vegum ríkisstjórna eða hryuðjuverkasamtaka.

Á ráðstefnunni var m.a. rætt um nýjar upplýsingar frá tölvuöryggisfélaginu McAfee um að ónefnt þjóðríki hafi staðið fyrir mestu tölvuárásum í sögunni gegn öðrum þjóðríkjum, samtökum og stórfyrirtækjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×