Innlent

Ruslahaugur við Hringbraut

Eins og sjá má sóðalegt við Hringbraut 41, mjólkurfernur og heimilissorp tvist og bast. Myndin er tekin á farsíma.
Eins og sjá má sóðalegt við Hringbraut 41, mjólkurfernur og heimilissorp tvist og bast. Myndin er tekin á farsíma.
Síðan snemma í morgun hefur haugur af heimilissorpi legið úti við Hringbraut í Reykjavík. Ekki er vitað hvaðan sorpið kemur.

„Þetta eru eflaust einhver 50-100 kíló," segir Helga Benediktsdóttir, Verslunarstjóri Björnsbakarís, sem er nokkuð ósátt með hauginn. Bakaríið stendur þar í grennd og viðskiptavinir hafa í dag rætt talsvert um ruslið, sem ekki fer framhjá neinum sem leið á hjá. Það lyktar og fuglar flykkjast um það.

Helga hringdi þrisvar í Reykjavíkurborg í dag til að fá ruslahauginn fjarlægðan en fékk ekki nein viðbrögð, sorpið liggur enn. Þegar skrifstofur borgarinnar höfðu lokað í dag hafði hún samband við fréttastofu, enda farin að örvænta að sorpið yrði látið liggja óhreyft yfir helgina.

Frá og með 17. janúar á þessu ári hefur sorp verið hirt á 10 daga fresti, í stað 7 daga áður. Sorphirða Reykjavíkur telur það muni ekki hafa áhrif á fólk, þar sem sorpmagn hafi minnkað um 20% síðustu fjögur ár. Eitthvað virðist þó sorpið hafa safnast upp á Hringbraut 41.

Ekki náðist samband við Sorphirðuna við vinnslu þessarar fréttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×