Innlent

Náttúruverndarsamtökin hefðu viljað víðtækari vernd

Náttúruverndarsamtök Íslands segja drög að þingsályktunartillögu um vernd og nýtingu landsvæða vera mikilvægan sigur Samtökin gagnrýna þó að virkjanir í Skjálfandafljóti skulu ekki hafa verið slegnar af og settar í verndarflokk. Einnig ítreka þau andstöðu sína við virkjanir í neðri Þjórsá.

Við stofnun Náttúruverndarsamtakanna árið 1997 var stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands meginmarkmið. Að mati samtakanna er þingsályktunartillagan stórt skref í þá átt og við blasi að stofnaður verði Hofsjökulsþjóðgarður með Þjórsárver í suðri, Kerlingafjöll í vestri og Guðlaugstungur norðan Hofsjökuls en samkvæmt tillögunni verða öll þessi svæði sett í verndarflokk.

„Baráttan fyrir verndun Þjórsárvera hefur staðið í rúma fjóra áratugi með sigri náttúruverndarsinna," segir í tilkynningu frá Náttúruverndarsamtökin.

Samtökin sjá fyrir sér að næsta skref yrði að við Jökulsám Skagafjarðar og Hveravallasvæði, sem settar voru í biðflokk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×