Innlent

Engir hundar í miðbænum á Menningarnótt

Meðal annars af tillitsemi við aðra gesti er óheimilt að vera með hunda á hátíðarsamkomum fyrir almenning
Meðal annars af tillitsemi við aðra gesti er óheimilt að vera með hunda á hátíðarsamkomum fyrir almenning Mynd úr safni
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill, í tilefni af Menningarnótt, minna hundaeigendur á að óheimilt er að vera með hunda á hátíðarsamkomum skipulögðum fyrir almenning, meðal annar vegna tillitssemi við aðra gesti.

Þá er einnig óheimilt að vera með hunda í nokkrum götum í miðborginni: Ingólfstorgi, Aðalstræti, Austurstræti, Lækjartorgi, Bankastræti og Laugavegi að Rauðarárstíg.

Hundaeftirlit Reykjavíkur minnir einnig á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi á borgarlandinu svo sem á stígum og í görðum Reykjavíkurborgar. Heimilt er aftur á móti að sleppa hundum lausum á Geirsnefni, Geldingarnesi og auðum svæðum fjarri íbúðabyggð og innan hundaheldra girðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×