Innlent

Björguðu ferðamanni í Kverkfjöllum

Björgunarsveitir björguðu í svissneskum ferðamanni sem slasaðist í Kverkfjöllum í gærkvöldi.

Þar sem báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar eru í óflughæfu ástandi var notast við þyrlu Norðuflugs til þess að koma honum á sjúkrahús.

Manninum var komið í þyrluna um klukkan sjö í gær en áður hafði hún þurft að selflytja björgunarmenn frá Sigurðarskála í Kverkfjöllum og á slysstaðinn. Þaðan báru björgunarmenn hinn slasaða um fimm hundruð metra yfir erfitt landslag og upp bratt einstigi. Það gekk þó með eindæmum vel og er sá slasaði nú á leið á sjúkrahús þar sem gert verður að sárum hans




Fleiri fréttir

Sjá meira


×