Innlent

Ráðgjafi Obama talar í HÍ

Dr. Linda Darling-Hammond
Dr. Linda Darling-Hammond
Dr. Linda Darling-Hammond, bandarískur heiðursdoktor, heldur fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands (HÍ) 1. september. Fyrirlesturinn ber heitið Menntun og kennsla á 21. öld.

Fyrirlesturinn er í röð öndvegisfyrirlestra á aldarafmæli HÍ. Í tilefni afmælisins er septembermánuður tileinkaður menntavísindum og er fyrirlestur Dr. Darling-Hammond opnunarerindið á fjölbreyttri dagskrá sem boðið verður uppá í september.

Á fyrirlestrinum mun Darling-Hammond útskýra mikilvægi þess að hugsa skólastarf og skólakerfi upp á nýtt á 21. öldinni.

Dr. Darling-Hammond hefur verið leiðandi í mótun nýrrar menntastefnu núverandi stjórnvalda í Bandaríkjunum og starfað mikið með Barack Obama, bandaríkjaforseta. Hún á sæti í ritstjórn fjölmargra tímarita og hefur skrifað yfir 300 greinar um menntastefnu auk fjölmargra bóka.

Fyrirlesturinn hefst kl: 15.00




Fleiri fréttir

Sjá meira


×