Fréttir vikunnar: Þungavigtarmaður í megrun og meintar njósnir 28. ágúst 2011 21:00 Margir Íslendingar hafa líklega lyft augabrúnum í byrjun vikunnar þegar Vísir greindi frá því að Ísland væri komið á kortið yfir fimm athyglisverðustu brimbrettasvæði í heiminum. Haustin þykja á meðal bestu tíma ársins fyrir brimbrettaiðkunn hér á landi enda hafa öldurnar stækkað á undanförnum árum og sjórinn hlýnað. Það var Financial Times sem flutti fréttir af góðum aðstæðum hér á landi og nefndi að auki til sögunnar fimm athyglisverðustu brimbrettastaði heimsins. Auk Íslands voru þar nefnd Kína, Vestur-Írland, Grænhöfðaeyjar og Fillipseyjar.Þungavigtarmaður fer í megrun Svo tilkynnti formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á heimsíðu sinni að hann væri farin í megrun. Og ekki bara megrun heldur íslenska kúrinn. Sigmundur útskýrði að það fælist í því að borða eingöngu íslenskan mat. Sigmundur Davíð var einlægur á vefsvæði sínu þegar hann upplýsti lesendur sína um að hann væri 108 kíló, og þau þyrftu að fjúka.Guðmundur Steingrímsson yfirgaf flokkinn og við það léttist hann nokkuð....og kílóin hurfu Það voru svo ófáir gárungarnir sem sögðu daginn eftir að íslenski kúrinn hefði virkað svo vel að hann losnaði við heilann þingmann. Guðmundur Steingrímsson sagði sig úr þingflokki Framsóknarflokksins og flokknum sjálfum. Hann sagðist daðra við þá hugmynd að stofna nýtt frjálslynt stjórnmálaafl fyrir miðju, en meðal ástæðna fyrir því að hann hætti í Framsókn var sú að honum þótti flokkurinn of þjóðernissinnaður auk þess sem harðnandi andstaða við aðildarviðræður við Evrópusambandið væri gegn sannfæringu Guðmundar. Allnokkrir þekkti Framsóknarmenn sögðu sig einnig úr flokknum. Meðal annars varaþingmaðurinn Einar Skúlason og Gísli Tryggvason, umboðsmaður neytenda.Hvað er framsóknarhommi? Og úrsögn Guðmundar þótti fyrirsjáanleg að mati sumra. Meðal annars lét fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson þau ummæli falla í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni, að Guðmundur væri „hommi, framsóknarhommi". Samtökin ´78 fundust þessi ummæli heldur ruglingsleg og óskuðu eftir útskýringum Ingva Hrafn á orðum sínum, hvort hann hafi ætlað að gera lítið úr Guðmundi með því að líkja honum við samkynhneigða. Fjölmiðlamaðurinn fullyrti daginn eftir að honum hefði ekkert illt gengið til. „Kannski notaði ég vitlaus orð, en ég ætlaði að tala um pólitíska homma," útskýrði fjölmiðlamaðurinn sem hefur verið þekktur fyrir að tala frekar tæpitungulaust.Frá bílslysinu í Breiðholti.Í ólöglegum kappakstri í skugga sviplegs fráfalls Það voru svo þrír fluttir á slysadeild í vikunni eftir að ungmenni veltu bifreið sinni í Breiðholtinu eftir að þau háðu ólöglegan kappakstur á götunni. Ökumennirnir voru rétt tæplega tvítugir. Meiðslin voru ekki alvarleg. Slysið kom þó upp degi áður en Eyþór Darri Róbertsson var jarðsunginn í Hallgrímskirkju, en hann lést eftir að bifreið sem hann var farþegi í, skall á húsi eftir að ökumaðurinn hafði ekið of hratt út Geirsgötuna í miðborginni. Til þess að minnast Eyþórs óku hundruð ökumanna á löglegum hraða að Granda í Reykjavík, til þess að minna almenning á að virða hraðatakmarkanir. Svo virðist sem ungmennin hafi ekki verið að hlusta þann daginn.Landsbanki gegn kvótafrumvarpi Um miðja vikuna gaf Landsbankinn svo út umsögn sína á frumvarpi um stjórn fiskveiða og fullyrtu að ef frumvarpið yrði samþykkt, gæti tap bankans numið 25 milljörðum króna. Í umsögninni sagði meðal annars að þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu muni skapa lakari rekstrarskilyrði í sjávarútvegi og draga úr hagkvæmni í greininni. Jafnframt er það mat Landsbankans að frumvarpið feli í sér veruleg neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu bankans og þar með samsvarandi neikvæð fjárhagsleg áhrif á íslenska ríkið sem stærsta hluthafa bankans. Í lokaorðum umsagnarinnar sagði að það væri mat bankans að endurskoða þyrfti frumvarpið frá grunni.Bless bless AGS..Langþráð fyrirsögn Svo kom loksins að því að blaðamenn gætu skrifað langþráða fyrirsögn; Bless Bless AGS. Auðvitað var engin sérstök hlutdrægni fólgin í fyrirsögninni, aðeins vilji til þess að ríma. Í fréttinni var greint frá því að formlegu samstarfi AGS og ríkisstjórnarinnar væri lokið. Ríkisstjórnin barði sér á brjóst og tilkynntu á blaðamannafundi að atvinnuleysi minnkaði hraðar en búist væri við. Þá sögðu þau ennfremur að kaupmáttur launa, væri að aukast á ný og hafi ekki verið meiri frá hruni. Auk þess sem efnahagslegur stöðugleiki hefði náðst. Fjármálakerfið hafi verið endurreist, ríkisfjármál aðlöguð að gjörbreyttum aðstæðum og endurnýjaður aðgangur ríkisins að alþjóðlegum mörkuðum. Sælan var þó skammvinn því Ólafur Ísleifsson sagði fullsnemmt að skála í kampavíni, þörf væri á raunverulegri stefnumótun í ríkisfjármálum. Þá bentu aðrir á að ríkið skuldaði AGS enn þá gríðarlega fjárhæðir, Ísland væri langt því frá laust við sjóðinn þó formlegu samstarfi væri lokið.Vopnaðir sérsveitarmenn voru í viðbragðsstöðu þegar sækja þurfti Þorstein á heimili hans.Neitar að hafa njósnað um þingmann Vísir ræddi svo við Þorstein Húnbogason sem hefur verið ákærður fyrir að njósna um fyrrverandi sambýliskonu sína, þingmanninn Siv Friðleifsdóttur, með því að koma fyrir ökurita undir bifreið hennar. Um er að ræða brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. „Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn í viðtali við Vísi en sjálfur var hann ósáttur vegna viðskipta sinna við lögregluna. Hann sagði viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hefðu sérsveitarmenn verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum í það skiptið. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Margir Íslendingar hafa líklega lyft augabrúnum í byrjun vikunnar þegar Vísir greindi frá því að Ísland væri komið á kortið yfir fimm athyglisverðustu brimbrettasvæði í heiminum. Haustin þykja á meðal bestu tíma ársins fyrir brimbrettaiðkunn hér á landi enda hafa öldurnar stækkað á undanförnum árum og sjórinn hlýnað. Það var Financial Times sem flutti fréttir af góðum aðstæðum hér á landi og nefndi að auki til sögunnar fimm athyglisverðustu brimbrettastaði heimsins. Auk Íslands voru þar nefnd Kína, Vestur-Írland, Grænhöfðaeyjar og Fillipseyjar.Þungavigtarmaður fer í megrun Svo tilkynnti formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, á heimsíðu sinni að hann væri farin í megrun. Og ekki bara megrun heldur íslenska kúrinn. Sigmundur útskýrði að það fælist í því að borða eingöngu íslenskan mat. Sigmundur Davíð var einlægur á vefsvæði sínu þegar hann upplýsti lesendur sína um að hann væri 108 kíló, og þau þyrftu að fjúka.Guðmundur Steingrímsson yfirgaf flokkinn og við það léttist hann nokkuð....og kílóin hurfu Það voru svo ófáir gárungarnir sem sögðu daginn eftir að íslenski kúrinn hefði virkað svo vel að hann losnaði við heilann þingmann. Guðmundur Steingrímsson sagði sig úr þingflokki Framsóknarflokksins og flokknum sjálfum. Hann sagðist daðra við þá hugmynd að stofna nýtt frjálslynt stjórnmálaafl fyrir miðju, en meðal ástæðna fyrir því að hann hætti í Framsókn var sú að honum þótti flokkurinn of þjóðernissinnaður auk þess sem harðnandi andstaða við aðildarviðræður við Evrópusambandið væri gegn sannfæringu Guðmundar. Allnokkrir þekkti Framsóknarmenn sögðu sig einnig úr flokknum. Meðal annars varaþingmaðurinn Einar Skúlason og Gísli Tryggvason, umboðsmaður neytenda.Hvað er framsóknarhommi? Og úrsögn Guðmundar þótti fyrirsjáanleg að mati sumra. Meðal annars lét fjölmiðlamaðurinn Ingvi Hrafn Jónsson þau ummæli falla í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni, að Guðmundur væri „hommi, framsóknarhommi". Samtökin ´78 fundust þessi ummæli heldur ruglingsleg og óskuðu eftir útskýringum Ingva Hrafn á orðum sínum, hvort hann hafi ætlað að gera lítið úr Guðmundi með því að líkja honum við samkynhneigða. Fjölmiðlamaðurinn fullyrti daginn eftir að honum hefði ekkert illt gengið til. „Kannski notaði ég vitlaus orð, en ég ætlaði að tala um pólitíska homma," útskýrði fjölmiðlamaðurinn sem hefur verið þekktur fyrir að tala frekar tæpitungulaust.Frá bílslysinu í Breiðholti.Í ólöglegum kappakstri í skugga sviplegs fráfalls Það voru svo þrír fluttir á slysadeild í vikunni eftir að ungmenni veltu bifreið sinni í Breiðholtinu eftir að þau háðu ólöglegan kappakstur á götunni. Ökumennirnir voru rétt tæplega tvítugir. Meiðslin voru ekki alvarleg. Slysið kom þó upp degi áður en Eyþór Darri Róbertsson var jarðsunginn í Hallgrímskirkju, en hann lést eftir að bifreið sem hann var farþegi í, skall á húsi eftir að ökumaðurinn hafði ekið of hratt út Geirsgötuna í miðborginni. Til þess að minnast Eyþórs óku hundruð ökumanna á löglegum hraða að Granda í Reykjavík, til þess að minna almenning á að virða hraðatakmarkanir. Svo virðist sem ungmennin hafi ekki verið að hlusta þann daginn.Landsbanki gegn kvótafrumvarpi Um miðja vikuna gaf Landsbankinn svo út umsögn sína á frumvarpi um stjórn fiskveiða og fullyrtu að ef frumvarpið yrði samþykkt, gæti tap bankans numið 25 milljörðum króna. Í umsögninni sagði meðal annars að þær breytingar sem boðaðar eru í frumvarpinu muni skapa lakari rekstrarskilyrði í sjávarútvegi og draga úr hagkvæmni í greininni. Jafnframt er það mat Landsbankans að frumvarpið feli í sér veruleg neikvæð áhrif á fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu bankans og þar með samsvarandi neikvæð fjárhagsleg áhrif á íslenska ríkið sem stærsta hluthafa bankans. Í lokaorðum umsagnarinnar sagði að það væri mat bankans að endurskoða þyrfti frumvarpið frá grunni.Bless bless AGS..Langþráð fyrirsögn Svo kom loksins að því að blaðamenn gætu skrifað langþráða fyrirsögn; Bless Bless AGS. Auðvitað var engin sérstök hlutdrægni fólgin í fyrirsögninni, aðeins vilji til þess að ríma. Í fréttinni var greint frá því að formlegu samstarfi AGS og ríkisstjórnarinnar væri lokið. Ríkisstjórnin barði sér á brjóst og tilkynntu á blaðamannafundi að atvinnuleysi minnkaði hraðar en búist væri við. Þá sögðu þau ennfremur að kaupmáttur launa, væri að aukast á ný og hafi ekki verið meiri frá hruni. Auk þess sem efnahagslegur stöðugleiki hefði náðst. Fjármálakerfið hafi verið endurreist, ríkisfjármál aðlöguð að gjörbreyttum aðstæðum og endurnýjaður aðgangur ríkisins að alþjóðlegum mörkuðum. Sælan var þó skammvinn því Ólafur Ísleifsson sagði fullsnemmt að skála í kampavíni, þörf væri á raunverulegri stefnumótun í ríkisfjármálum. Þá bentu aðrir á að ríkið skuldaði AGS enn þá gríðarlega fjárhæðir, Ísland væri langt því frá laust við sjóðinn þó formlegu samstarfi væri lokið.Vopnaðir sérsveitarmenn voru í viðbragðsstöðu þegar sækja þurfti Þorstein á heimili hans.Neitar að hafa njósnað um þingmann Vísir ræddi svo við Þorstein Húnbogason sem hefur verið ákærður fyrir að njósna um fyrrverandi sambýliskonu sína, þingmanninn Siv Friðleifsdóttur, með því að koma fyrir ökurita undir bifreið hennar. Um er að ræða brot á fjarskiptalögum og friðhelgi einkalífsins. „Ég er gjörsamlega saklaus af njósnum, þessi ákæra er röng," segir Þorsteinn í viðtali við Vísi en sjálfur var hann ósáttur vegna viðskipta sinna við lögregluna. Hann sagði viðbúnaðinn vegna málsins hafa verið óeðlilega mikinn. Meðal annars hefðu sérsveitarmenn verið í viðbragðsstöðu þegar hann var færður til skýrslutöku, þó svo að sérsveitarmenn hafi ekki þurft að liðsinna lögreglumönnunum í það skiptið.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira