Sport

Hardee varði titilinn sinn í tugþraut

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Trey Hardee.
Trey Hardee. Nordic Photos / Getty Images
Bandaríkjamaðurinn Trey Hardee varði í dag heimsmeistaratign sína í tugþraut í Daegu í Suður-Kóreu í morgun. Hardee fékk samtals 8607 stig.

Ashton Eaton, einnig frá Bandaríkjunum, varð annar í greininni með 8505 stig, aðeins fjórum stigum meira en Leonel Suarez frá Kúbu. Mikil spenna var í baráttunni um silfurverðlaunin og réðust úrslitin ekki fyrr en í síðustu greininni - 1500 metra hlaupi.

Hardee var þó talsvert frá heimsmeti Roman Sebrle í greininni sem hann setti árið 2001. Þá fékk Sebrle 9026 stig í móti í Götzis í Austurríki. Sebrle er sá eini sem hefur rofið 9000 stiga múrinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×