Innlent

Sömuleiðis metsala hjá Borgarleikhúsinu

Starfsfólk Borgarleikhússins.
Starfsfólk Borgarleikhússins.
Leikhúskort Borgarleikhússins hafa rokið út síðan leikár leikhússins var opinberað fyrir tíu dögum síðan og salan hófst. 25% aukning hefur orðið í sölunni frá því á sama tíma í fyrra. Samt sem áður voru kortagestir leikhússins 11.000 á síðasta ári en það er það mesta í sögu íslensks leikhúss.

Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir starfsfólk hússins í skýjunum, enda stefnir í mikið metár hjá leikhúsinu.


Tengdar fréttir

Stefnir í metsölu á leikhúskortum

Sala á leikhúskortum Þjóðleikhússins gengur óhemju vel. Nú í ár hafa fleiri kort selst en á sama tíma í fyrra, og þó var metár í kortasölunni á síðasta ári. Því stefnir allt í að nýtt met verði slegið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×