Innlent

Efnahagsbrotadeild sameinast sérstökum saksóknara

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sérstakur saksóknari tekur við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á morgun. Mynd/ Valli.
Sérstakur saksóknari tekur við verkefnum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á morgun. Mynd/ Valli.
Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra og embætti sérstaks saksóknara sameinast á morgun. Ríkislögreglustjóri mun þar til annað verður ákveðið áfram annast móttöku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

Í fréttatilkynningu frá ríkislögreglustjóra kemur fram að mikil undirbúningsvinna hefur farið fram á undanförnum mánuðum vegna sameiningarinnar. Á þessum tímamótum telst málastaða efnahagsbrotadeildar vera góð. Alls flytjast 85 mál frá deildinni til embættis sérstaks saksóknara.  Af þessum 85 málum eru 79 til meðferðar í deildinni og sex fyrir dómstólum.

Fjárveitingar til efnahagsbrotadeildar færast frá ríkislögreglustjóra til embættis sérstaks saksóknara og nema þær alls um 124 milljónum króna á ársgrundvelli. Rekstrarfé ríkislögreglustjóra lækkar sem því nemur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×