Innlent

Næstum 26.000 í alvarlegum vanskilum

Mynd/Valli
Tæplega tuttugu og sexþúsund einstaklingar eru í alvarlegum vanskilum hér á landi en þeim hefur fjölgað um tæp tíu prósent frá áramótum. framkvæmdastjóri Creditinfo er svartsýnn á að ástandið lagist.

25.518 einstaklingar voru í alvarlegum vanskilum um síðustu mánaðarmót, en það merkir að kröfur hafa verið í vanskilum í 90 til 180 daga, og oft hafa málin farið fyrir dóm.

Einstaklingum í slíkum skuldavandræðum hefur fjölgað jafnt og þétt frá árinu 2008, eða um tíuþúsund. Hlutfall einstaklinga í alvarlegum vanskilum er hæst á Reykjanesi, tæplega 16%, en lægst mælist hlutfallið á Norðurlandi Vestra. Rúmlega fjórtán þúsund manns eru í þessum sporum á höfuðborgarsvæðinu eða 9,4%.

Fjölmargt ungt fólk er á meðal þeirra sem eru í alvarlegum vanskilum, 9% einstaklinga á aldrinum 18 til 29 ára og 15% einstaklinga á aldrinum þrjátíu til þrjátíu og níu ára. Hákon Stefánsson, framkvæmdastjóri hjá Creditinfo, er ekki bjartsýnn og telur ástandið eiga eftir að versna ef ekkert verður að gert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×