Innlent

Nýtt sjúkrahús rísi eftir rúm 15 ár

Uppbyggingu nýs Háskólasjúkrahúss við Hringbraut lýkur að fullu innan 15-20 ára ef allt gengur að óskum.

Samkvæmt drögum að deiluskipulagi nýs Landspítala, sem kynnt voru í dag, er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefjist næsta vor á sama tíma og fyrstu verkhlutar verða tilbúnir til útboðs. Landspítalalóðin á eftir að taka miklum stakkaskiptum en byggingarmagn á henni er nú ríflega 76 þúsund fermetrar. Við verklok verður það rúmlega tvöhundruð þrjátíu og fimm þúsund.

1.áfanga verkefnisins lýkur samkvæmt drögum árið 2017 en miðað er við 95 þúsund fermetrum í nýbyggingum, þar á meðal verður reist sjúkrahótel, meðferðar- og bráðakjarni ásamt rannsóknarhúsi.

Síðari áfangar eru ekki komnir á forhönnunarstig en hins vegar er gert ráð fyrri því að spítalinn haldi áfram að byggjast upp og við erum kannski að sjá fyrir okkur að á árunum 2025 til 2030 þá sé þetta svæði orðið nær fullbyggt.

Starfsemi Landspítalans, sem fer nú fram á 17 stöðum í nærri 100 húsum, verður sameinuð að miklu leyti með breytingunni og samofin Háskólasamfélaginu. Verkefnið er gríðarstórt en talið er að framkvæmdirnar eigi eftir að skapa 3000 bein störf og þúsundir óbeinna starfa.



Þetta er í raun og veru eitt stærsta skipulagsverkefni og framkvæmdaverkefni Íslandssögunnar. Ef við horfum á heildaruppbygginguna og jafnvel þennan fyrsta áfanga. Og það má kannski segja það núna, miðað við það framkvæmdastig sem er í landinu, að þetta er mjög stórt verkefni á íslenskan mælikvarða. Og þess vegna bíða margir spenntir eftir að fara af stað því innspýtingin af verkefninu er gríðarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×