Innlent

Fyrstu réttir um næstu helgi

Myndin er tekin í Þverárfellsréttum í Borgarfirði.
Myndin er tekin í Þverárfellsréttum í Borgarfirði. Mynd/Valgarður
Nú styttist í réttir víðsvegar um landið og eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna á heimasíðu þeirra verða fyrstu fjárréttir haustsins laugardaginn 3. september nk. en þá verður réttað á sex stöðum norðanlands, í Eyjafirði, Skagafirði og Húnavatnssýslum.

Á heimasíðu bændasamtakanna má finna lista yfir réttir haustsins. Þar hefur líka verið tekinn saman sérstakur listi yfir réttir í Landnámi Ingólfs Arnarssonar, sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×