Fótbolti

Rafael Benitez: Barcelona er þrepi fyrir ofan Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rafael Benitez.
Rafael Benitez. Mynd/AFP
Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool og Inter, segir að Barcelona-liðið sé betra í stakk búið til að vinna titla á þessu tímabili en erkifjendur þeirra í Real Madrid. Barcelona vann tvo stærstu titlana á síðustu leiktíð, Meistaradeildina og spænska meistaratitilinn, en Real Madrid varð bikarmeistari eftir 1-0 sigur á Barca í bikarúrslitaleiknum.

„Barcelona og Real Madrid eru sigurstranglegustu liðin í Meistaradeildinni en kannski er Barcelona eþrepi fyrir ofan Real Madrid," sagði Rafael Benitez í viðtali inn á heimasíðu sinni.

Barcelona og Real Madrid hafa þegar mæst tvisvar sinnum á þessu tímabili en Barcalona tryggði sér spænska Ofurbikarinn með því að vinna tvo frábæra leiki liðanna samanlagt 5-4.

„Við verðum samt að sjá hvernig tímabilið þróast og í hvernig standi þau verða á lokasprettinum. Það bíður Madridar-liðnu samt mikil vinna að reyna að ná Barcelona," sagði Benitez.

Rafael Benitez hefur veriða atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Inter Milan í desember en hann fékk aðeins hálft ár hjá ítalska félaginu. Þar á undan stýrði Rafael Benitez liði Liverpool í sex ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×