Sport

Var Arturo Gatti myrtur?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gatti á leið í hringinn fyrir nokkrum árum.
Gatti á leið í hringinn fyrir nokkrum árum. Nordic Photos / Getty Images
Sérfræðingar segja nú líkur á því að hnefaleikakappinn Arturo Gatti, sem lést árið 2009, hafi ekki framið sjálfsmorð. Rannsóknir sýna að höfuðhögg hafi líklega leitt hann til dauða.

Fyrrum umboðsmaður Gatti réði réttarmeinafræðing til starfa sem hefur rannsakað málið undanfarna tíu mánuði. Niðurstöður rannsóknarinnar voru tilkynntar í Bandaríkjunum í gær.

Réttarmeinafræðingurinn Brent Turvey heldur því fram að Gatti hafi fengið höfuðhögg áður en hann lést og leiðir að líkum að ráðist hafi verið á hann.

Gatti fannst látinn í íbúð sem hann hafði leigt fyrir sig og fjölskyldu sína í Brasilíu. Upphaflega var eiginkona hans grunuð um morðið en komust að lokum að þeirri niðurstöðu að Gatti hafi hengt sig.

Gatti var þekktur hnefaleikakappi og vann nokkra heimsmeistaratitla í veltivigt og fjaðurvikt. Hann fæddist á Ítalíu en fluttust ungur til Montreal í Kanada.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×