Sport

Federer og Tsonga eigast við í átta manna úrslitum

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Roger Federer mætir Jo-Wilfried Tsonga í átta manna úrslitum opna bandaríska meistaramótsins.
Roger Federer mætir Jo-Wilfried Tsonga í átta manna úrslitum opna bandaríska meistaramótsins. AP
Stærstu nöfnin í tennisíþróttinni í karla – og kvennaflokki halda sínu striki á opna bandaríska meistaramótinu. Frakkinn Jo-Wilfried Tsonga lagði Mardy Fish frá Bandaríkjunum, 6-4, 6-7 (5), 3-6, 6-4, 6-2, og komst þar með í átta manna úrslit þar sem hann mætir Roger Federer frá Sviss. Federer hefur unnið 16 stórmót á ferlinum og er þetta í 30. skipti sem hann kemst í átta manna úrslit á stórmóti.

Federer átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Argentínumanninn Juan Monaco í 16-manna úrslitum í gær, 6-1, 6-2 og 6-0. Leikurinn hófst rétt fyrir miðnætti að staðartíma og eftir 90 mínútur var Federer búinn að klára dæmið.

Leikur Tsonga og Federer verður áhugaverður þar sem að þeir mættust í átta manna úrslitum Wimbledonmótsins fyrir tveimur mánuðum síðan. Þar hafði Tsonga betur. Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir sigurvegaranum úr „serbneska-grannaslagnum“ þar sem Novak Djokovic stigahæsti leikmaður mótsins mætir landa sínum Janko Tipsarevic.

Tveir leikir fara fram í karlaflokknum í 16-manna úrslitunum í dag.

Þar eigast við:

John Isner, Bandaríkin - Gilles Simon, Frakklandi:

Donald Young, Bandaríkin – Andy Murray, Bretland:

Sigurvegararnir úr þessum viðureignum mætast í 8-manna úrslitum:

David Ferrer, Spánn – Andy Roddick, Bandaríkin:

Gilles Muller, Lúxemborg – Rafael Nadal, Spánn:

Sigurvegararnir úr þessum viðureignum mætast í 8-manna úrslitum:    




Fleiri fréttir

Sjá meira


×