Innlent

Japanir þökkuðu fyrir sig

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Töluverður fjöldi fólks var í HR í gær.
Töluverður fjöldi fólks var í HR í gær.
Töluverður fjöldi fólks lagði leið sína á viðburðinn ,,Brosandi börn" í Háskólann í Reykjavík í gær til að njóta japanskrar menningar og styðja börn á hamfarasvæðunum í Japan. Vinir Japans og samtökin Fræið í Háskólanum í Reykjavík stóðu fyrir viðburðinum, en tilgangurinn var meðal annars að þakka Íslendingum stuðning og samhug eftir hamfarirnar í vor. Dagskráin var fjölbreytt og gæddu gestir sér m.a. á sushi, kökum og tei, brutu pappír, teiknuðu, dönsuðu og kepptu í japönskum leikjum. Sýndar voru allar japanskar bardagaíþróttir og er það í fyrsta sinn sem það er gert á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×