Innlent

Lifrarbólgusmitaður læknir fær bætur

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Læknirinn var starfsmaður á Landspítalanum.
Læknirinn var starfsmaður á Landspítalanum. Mynd/ Vilhelm.
Skurðlæknir á Landspítalanum sem varð fyrir slysi og smitaðist af lifrarbólgu C við vinnu sína fær bætur vegna slyssins, samkvæmt niðurstöðu Úrskurðarnefndar almannatrygginga frá því í síðustu viku. Með úrskurðinum var snúið við synjun Sjúkratrygginga ÍSlands sem áður hafði hafnað bótakröfu úr slysatryggingum almannatrygginga.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, gerir málið að umfjöllunarefni í vikulegum föstudagspistli sínum. „Það er mikilvægt fyrir starfmenn spítalans að úr þessari óvissu hafi verið skorið og að þeir geti treyst því að í þeim tilfellum sem slys verða sé staða þeirra trygg," segir Björn um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×