Innlent

Langanesbyggð gagnrýnir kvótafrumvarp harðlega

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Sveitastjórn Langanesbyggðar skorar á sjávarútvegsráðherra að draga frumvarp um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða til baka. Sveitastjórnin lýsir ennfremur yfir þungum áhyggjum vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða.

Fram kemur í umsögn sveitastjórnarinnar um frumvarpið að það sé einsýnt að verði það samþykkt í óbreyttri mynd mun það, auk frumvarps um um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem samþykkt var á Alþingi á sl. vor („litla-frumvarpið“), geta haft veruleg neikvæð áhrif á atvinnuþróun í Langanesbyggð sem og öðrum byggðum landsins sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi.

Umsögnin var samþykkt samhljóða á sveitarstjórnarfundi í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×