Sport

Campbell-Brown fljótust í 200 metra hlaupi kvenna

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Cambell-Brown kemur í mark rétt á undan Jeter og Felix.
Cambell-Brown kemur í mark rétt á undan Jeter og Felix. Nordic Photos / Getty Images
Veronica Campbell-Brown frá Jamaíku vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna á HM í frjálsum í dag. Bandaríkin fengu silfur og brons.

Campbell-Brown hljóp á 22.22 sekúndum og kom í mark á undan Carmelita Jeter og Allyson Felix frá Bandaríkjunum. Jeter varð önnur á 22.37 sekúndum og Felix þriðja á 22.42 sekúndum.

Cambell-Brown fékk silfur í 200 metra hlaupi á HM 2007 og 2009 en nú tókst henni að tryggja sér gullverðlaun. Hún er einnig Ólympíumeistari í greininni.

Heimsmetið í 200 metra hlaupi kvenna er í eigu Florence Griffith-Joyner frá Bandaríkjunum. Metið, 21.34 sekúndur var einmitt sett í Suður-Kóreu, á Ólympíuleikunum í Seoul, fyrir 23 árum.

Campbell-Brown fljótust í 200 metra hlaupi kvenna

Veronica Campbell-Brown frá Jamaíku vann til gullverðlauna í 200 metra hlaupi kvenna á

HM í frjálsum í dag. Bandaríkin fengu silfur og brons.

Campbell-Brown hljóp á 22.22 sekúndum og kom í mark á undan Carmelita Jeter og Allyson

Felix frá Bandaríkjunum. Jeter varð önnur á 22.37 sekúndum og Felix þriðja á 22.42

sekúndum.

Cambell-Brown fékk silfur í 200 metra hlaupi á HM 2007 og 2009 en nú tókst henni að

tryggja sér gullverðlaun. Hún er einnig Ólympíumeistari í greininni.

Heimsmetið í 200 metra hlaupi kvenna er í eigu Florence Griffith-Joyner frá Bandaríkjunum. Metið, 21.34 sekúndur var einmitt sett í Suður-Kóreu, á Ólympíuleikunum í Seoul, fyrir 23 árum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×