Innlent

Íslenski barinn rýmdur vegna piparúðadólgs

Það getur verið afar óþægilegt að fá piparúða í augun. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint, en sýnir afleiðingar þess að fá úðann í augun.
Það getur verið afar óþægilegt að fá piparúða í augun. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint, en sýnir afleiðingar þess að fá úðann í augun.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu þurfti að reykræsta Íslenska barinn á Pósthússtræti nú í kvöld eftir að einhver óprúttinn aðili sprautaði piparúða inni á staðnum.

Samkvæmt varðstjóra slökkviliðsins var búið að rýma staðinn þegar þeir komu á vettvang. Meðal annars kom sjúkrabíll á staðinn en ekki þurfti að sinna neinum vegna sviða í augum.

Lögreglan var einnig á vettvangi en ekki fengust fréttir um það hvort einhver hefði verið handtekinn fyrir að sprauta úðanum inni á staðnum. Eins og flestir vita er það afar sársaukafullt að fá eitrið í augun.

Þess má geta að ekki er langt síðan uppi varð fótur og fit eftir að menn sprautuðu piparúða inni á Kaffibarnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×