Innlent

Þriðjungur íhugar að segja sig úr Þjóðkirkjunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Turn Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Turn Dómkirkjunnar í Reykjavík.
Rúmlega þriðjungur eða 34,4% þeirra sem aðild eiga að Þjóðkirkjunni hafa hugleitt að segja sig úr henni á síðastliðnum mánuðum en 65,6% sögðust ekki hafa hugsað um það. Þetta sýna nýjar niðurstöður MMR könnunar.

Fjöldi þeirra sem hafði hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni er nokkuð breytilegur eftir hinum ýmsu þjóðfélagshópum. Þannig minnkar til að mynda fjöldi þeirra sem sagðist hafa hugsað um að segja sig úr þjóðkirkjunni með hækkandi aldri, en 39,9% þeirra sem tóku afstöðu og voru í yngsta aldurshópnum (18-29 ára) sögðust hafa hugleitt það borið saman við 25,5% í elsta aldurshópnum (50-67 ára).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×