Innlent

Þyrlan sótti fárveika konu

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan hálf sex í morgun eftir að beiðni barst frá lækni í Stykkishólmi vegna bráðveikrar konu. Þyrlan fór í loftið um klukkan sex og var flogið beint á flugvöllinn í Stykkishólmi en þar beið sjúkrabifreið með konuna. Var hún flutt yfir í þyrluna og farið að nýju í loftið um klukkan tíu mínútur í sjö. Þyrlan lenti svo á Landspítalanum í Fossvogi um hálf átta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×