Sport

Usain Bolt kom í mark á besta tíma ársins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Usain Bolt kemur hér í mark.
Usain Bolt kemur hér í mark. Mynd. / AP
Usain Bolt bar sigur úr býtum á frjálsíþróttamóti í Króatíu í gær þegar hann kom fyrstur í mark í 100 metra spretthlaupi karla.

Jamaíkubúinn kom á mark á 9,85 sekúndum sem er besti tíminn hans á árinu, en Bolt á heimsmetið í greininni sem er 9,58 sekúndur og því var hann töluvert frá sínu besta í gær.

Bolt var dæmdur úr leik á heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu á dögunum en hann þjófstartaði. Í gær var hlauparinn heldur seinn úr blokkinni og greinilega staðráðinn í því að þjófstarta ekki.

„Ég verð að vinna betur í viðbrögðum mínum þegar hlaupin hefjast. Ég er of seinn af stað og þess vegna er tíminn minn ekki eins góður og undanfarinn ár,“ sagði Bolt eftir sigurinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×