Sandro Rosell, forseti Barcelona, hefur verið ófeiminn við að gagnrýna fyrrum forseta félagsins, Joan Laporta. Rosell segir að kaup Laporta á Zlatan Ibrahimovic hafi verið verstu kaup í sögu félagsins.
Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, hefur nú blandað sér í slaginn og varið Laporta en það var Laporta sem réð Guardiola sem þjálfara árið 2008.
"Laporta er á fá mikla gagnrýni sem hann á ekki skilið. Mér þykir vænt um Laporta. Hann á stóran þátt í uppgangi félagsins og gerði frábæra hluti sem forseti," sagði Guardiola.

