Vísindamenn telja að ósonlag sé að finna á Venus. Áður var talið að Jörðin og Mars væru einu plánetur sólkerfisins sem hefðu ósónlag.
Ósonlag Venusar er mun þynnra en gengur og gerist á jörðinni. Vísindamenn telja að uppgötvunin muni hjálpa til við leit af lífi alheiminum.
Óson er sameind sem inniheldur þrjú súrefnisatóm. Sameindin myndast þegar sólarljós brýtur niður koltvísýring í andrúmsloft Venusar og myndar í leiðinni súrefnissameindir. Ósonlag jarðarinnar myndast með svipuðum hætti.

