Körfubolti

Helgi Már sjóðheitur og skoraði 39 stig - Sundsvall á toppnum

Helgi Már er hér í leik með KR.
Helgi Már er hér í leik með KR.
Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons eru enn á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á Södertalje. Liðin voru jöfn að stigum fyrir leikinn.

Hlynur Bæringsson skoraði 13 stig og tók 6 fráköst fyrir Sundsvall. Jakob Örn Sigurðarson skoraði 11 stig, tók 4 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Pavel Ermolinskij skorað 10 stig og gaf 8 stoðsendingar.

Helgi Már Magnússon fór algjörlega á kostum og skoraði heil 39 stig þegar lið hans, 08 Stockholm, lagði hans gamla félag, Uppsala. Forráðamenn Uppsala hafa klárlega séð á eftir Helga í kvöld enda hans langbesti leikur í sænska boltanum. Helgi tók einnig 7 fráköst í leiknum og gaf 3 stoðsendingar.

Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jämtland höfðu svo betur gegn Loga Gunnarssyni og félögums hans í Solna. Brynjar og Logi skoruðu báðir 17 stig í leiknum.

Úrslit:

Sundsvall-Södertalje  93-75

Jämtland Basket-Solna Vikings  101-83

08 Stockholm HR-Uppsala Basket  90-81






Fleiri fréttir

Sjá meira


×