Fótbolti

Platini ætlar að mæta á bikarúrslitaleikinn hjá Birki Má og félögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michel Platini.
Michel Platini. Mynd/Nordic Photos/Getty
Michel Platini, forseti UEFA, hefur boðað komu sína á bikarúrslitaleikinn í Noregi sem fram fer á Ullevaal-leikvanginum í Osló sunnudaginn 6. nóvember næstkomandi. Það eru lið Brann og Aalesund sem mætast í úrslitaleiknum í ár en landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson er fastamaður hjá Brann.

Platini ætlar líka að mæta á bikarúrslitaleik kvenna sem fer fram í Telenor Arena daginn áður en þar mætast Stabæk og Røa, tvö efstu liðin í deildarkeppninni.

„Við gleðjumst yfir því að fá svona góðan gest eins og Platini og geta sýnt honum hversu stóran sess bikarúrslitin skipa í norsku íþróttalífi. Þetta er stærsta fótboltahelgin í Noregi," sagði Yngve Hallén, forseti norska sambandsins í fréttatilkynningu.

„Það er alltaf mikilvægt að halda góðum samskiptum við UEFA og fá tækifæri til að tala við forsetann í eigin persónu," sagði Hallén.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×