Körfubolti

KR-ingarnir sjóðheitir í sænska körfuboltanum

Jakob var frábær í kvöld.
Jakob var frábær í kvöld.
Svíþjóðarmeistarar Sundsvall Dragons gerðu góða ferð til Uppsala í kvöld þar sem Drekarnir völtuðu yfir heimamenn sem sátu á toppi deildarinnar fyrir leikinn. Íslendingarnir í liði Sundsvall afar sterkir sem fyrr en þó enginn meir en Jakob Örn Sigurðarson.

Sundsvall vann leikinn 66-91 og var Jakob stigahæstur með 25 stig og þar af skoraði hann 15 í fyrri hálfleik. Pavel Ermolinskij skoraði 10 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hlynur Bæringsson skoraði 8 stig, tók 12 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Sundsvall því komið á toppinn.

Brynjar Þór Björnsson átti flottan leik fyrir Jämtland Basket sem mátti þola tap gegn Boras. Brynjar Þór skoraði 19 stig og gaf 4 stoðsendingar. Hann skoraði 5 síðustu stig síns liðs undir lokin en það dugði ekki til.

Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings unnu síðan sigur á Helga Má Magnússyni og félögum hans frá Stokkhólmi. Logi skoraði 16 stig í leiknum en Helgi Már skoraði 6 stig.

Úrslit:

Uppsala-Sundsvall  66-91

Solna-08 Stockholm HR   86-76

Boras Basket-Jämtland Basket  99-97






Fleiri fréttir

Sjá meira


×