Fótbolti

Norræni boltinn: Töp hjá Íslendingaliðunum

Það gekk ekkert sérstaklega vel hjá Íslendingaliðunum í Skandinavíu í kvöld. FCK tapaði á heimavelli gegn Nordsjælland á meðan Valerenga lá gegn Álasundi.

Nordsjælland gerði sér lítið fyrir og skellti FCK 1-3 á Parken. Þetta er annað tap FCK í röð. Ragnar Sigurðsson var í liði FCK en Sölvi Geir Ottesen gat ekki leikið vegna meiðsla.

FCK er þrátt fyrir tapið enn í efsta sæti deildarinnar.

Veigar Páll Gunnarsson var tekinn af velli í hálfleik er lið hans, Valerenga, tapaði 2-1 á útivelli gegn Álasund. Valerenga er í þriðja sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×