Innlent

Interpol lýsir eftir Rolex-ræningjunum

Interpol hefur einnig birt tvær myndir sem virðast vera teknar hér á landi. Gregors Marcin Nóvakk er til vinstri og Pavel Djersí Podburacsinskí til hægri.

Myndir af Pólverjunum þremur sem grunaðir eru um ránið hjá Michelsen úrsmiði hafa verið birtar á síðu Interpol. Lögreglan vonast til þess að þeir finnist í Evrópu. Mennirnir þrír sem frömdu ránið fóru úr landi strax að því loknu, en þeir flugu til Kaupmannahafnar innan við sólarhring eftir ránið.

Nú hafa verið birtar myndir af mönnunum á síðu Alþjóðalögreglunnar Interpol og vonast lögreglan hér á landi að mennirnir finnist í Evrópu.

Mennirnir heita Pavel Artúr Timinskí þrjátíu og þriggja ára, Gregors Marcin Nóvakk, þrátíu og fjögurra ára og Pavel Djersí Podburacsinskí sem er þrjátíu og sex ára.

Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×