Fótbolti

Hönefoss meistari í norsku B-deildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Örn Sigurðsson.
Kristján Örn Sigurðsson.
Þeir Kristján Örn Sigurðsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson urðu í dag meistarar í norsku B-deildinni en þá fór lokaumferð tímabilsins fram.

Hönefoss skaust upp fyrir Sandnes Ulf með 5-2 útisigri á Löv-Ham en á sama tíma tapaði Sandnes Ulf fyrir Bodö/Glimt á útivelli, 3-1. Bæði lið voru búin að tryggja sér sæti í norsku úrvalsdeildinni fyrir daginn.

Kristján Örn og Arnór Sveinn léku báðir allan leikinn fyrir Hönefoss í dag en hvorki Steinþór Freyr Þorsteinsson né Ingimundur Níels Óskarsson komu við sögu hjá Sandnes Ulf.

Sandefjord hafnaði í þriðja sætinu eftir 5-1 sigur á Asker. Atli Heimisson lék fyrri hálfleikinn í liði Asker.

Guðmann Þórisson og félagar í Nybergsund voru þegar fallnir úr deildinni fyrir daginn en liðið tapaði fyrir Strömmen á heimavelli, 6-2. Guðmann var ekki í leikmannahópi Nybergsund í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×