Körfubolti

Sundsvall steinlá á heimavelli - Logi stigahæstur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jakob Örn Sigurðarson var góður í kvöld en það dugði ekki til.
Jakob Örn Sigurðarson var góður í kvöld en það dugði ekki til. Mynd/Valli
Sundsvall Dragons saknaði greinilega Hlyns Bæringssonar mikið en liðið tapaði stórt án hans þegar það mætti LF Basket á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 91-68.

Jakob Örn Sigurðarson var langstigahæsti leikmaður Sundsvall í leiknum með 20 stig en Pavel Ermolinskij skoraði níu stig auk þess að taka sjö fráköst og gefa sjö stoðsendingar.

Jafnræði var með liðunumf raman af og staðan í hálfleik 43-41, LF Basket í vil. En gestirnir tóku öll völd í seinni hálfleik og héldu Sundsvall í aðeins 27 stigum í honum.

Þá var Logi Gunnarsson stigahæstur í liði Solna Vikings sem vann fimm stiga sigur á botnliði Örebro, 89-84. Hann skoraði 21 stig í leiknum, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar.

Brynjar Þór Björnsson og félagar í Jämtland höfðu betur gegn Södertälje, 102-100, í framlengdum leik. Brynjar var næststigahæstur í liði Jämtland með 22 stig en hann gaf þar að auki þrjár stoðsendingar og tók tvö fráköst.

Sundsvall datt niður í fjórða sætið með tapinu í kvöld en Jämtland komst upp í það sjöunda með sínum sigri. Solna er enn í níunda sæti en nú með sex stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×