Fótbolti

Ari Freyr gerir nýjan samning við Sundsvall

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ari Freyr Skúlason.
Ari Freyr Skúlason. Mynd/Heimasíða Sundsvall
Ari Freyr Skúlason hefur gert nýjan tveggja ára samning við sænska liðið Gif Sundsvall en í ár hjálpaði Ari Freyr sænska liðinu að vinna sér sæti í sænsku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Ari Freyr er 24 ára miðjumaður sem kom til Sundsvall frá Häcken árið 2008 en hann lék með Val áður en hann gerðist atvinnumaður árið 2006.

„Við höfum unnið að því í nokkurn tíma að ná genga frá samningi við Ara sem er mikilvægur leikmaður fyrir okkar lið. Við erum mjög ánægðir að hafa náð að setja saman samning sem báðir aðilar eru ánægðir með," sagði Urban Hagblom, yfirmaður íþróttamála hjá Sundsvall.

Ari Freyr var með sex mörk og fimm stoðsendingar í 28 leikjum með Sundsall í sænsku b-deildinni á tímabilinu. Liðið endaði í 2. sæti og spilar í sænsku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn frá 2008.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×