Victor Valdes, markvörður Barcelona, viðurkenndi eftir tapið gegn Getafe í gær að liðið væri í mjög erfiðri stöðu í deildinni enda Real Madrid nú með sex stiga forskot á toppnum og El Clásico er handan við hornið.
"Það átti enginn von á því að tapa þessum leik. Við gerðum okkur grein fyrir því að við yrðum að vinna en það átti ekki að vera," sagði Valdes.
"Það eru margir leikir eftir og við verðum að rífa okkur upp og halda áfram. Það er svolítið langt í Real en við verðum að halda áfram að berjast."
Valdes viðurkennir að Barca sé í erfiðri stöðu

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn

Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn



Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn