Erlent

Twilight veldur flogum

Nokkrir kærastar í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir flogi eftir að hafa fylgt unnustum sínum á myndina.
Nokkrir kærastar í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir flogi eftir að hafa fylgt unnustum sínum á myndina. mynd/Summit Entertainment
Nýjasta kvikmyndin í Twilight-seríunni veldur flogum. Nokkrir kærastar í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir flogi eftir að hafa fylgt unnustum sínum á myndina.

Brandon Gephart er einn af þessum óheppnu kærustum. Hann bauð unnustu sinni á myndina en um miðbik hennar féll Brandon saman. Hann hristist til á gólfinu og fnæsti. Unnusta Brandons segir atvikið hafa verið hræðilegt.

Það eina sem Brandon man eftir að er að ganga inn í kvikmyndahúsið. Hann vaknaði síðan á gólfinu og var fluttur á spítala.

Unnusta Brandons sagði að hann þyrfti ekki að horfa aftur á Twilight með sér.

Búið er að tilkynna nokkur atvik sem svipa mjög til þessa.

Karlmaður í Utah segist hafa orðið fyrir einhvers konar áfalli því hann man einfaldlega ekki eftir myndinni. Kærasta mannsins sagði hann hafa nötrað og talað við sjálfan sig á meðan myndinni stóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×