Spánverjinn David Villa verður líklega frá keppni næsta hálfa árið en hann fótbrotnaði í dag í leik Barcelona gegn Al-Sadd í heimsmeistarakeppni félagsliða í Japan.
Þar með er óvíst hvort hann geti spilað með spænska landsliðinu á EM í Póllandi og Úkraínu næsta sumar þar sem Spánverjar eiga titil að verja.
„David brákaði bein í fætinum og mun snúa aftur til Barcelona þar sem hann mun gangast undir aðgerð eins fljótt og mögulegt er," sagði Pep Guardiola, stjóri Barcelona.
„Okkur þykir þetta öllum mjög leitt fyrir hans hönd. Þetta er mikill áfall fyrir liðið," bætti hann við. „Ég veit ekki hversu lengi hann verður frá en svona meiðsli gera það að verkum að hann verður frá í langan tíma."
Villa er markahæsti leikmaður spænska landsliðsins frá upphafi en hann hefur alls skorað 50 mörk í 81 landsleik. Hann er 30 ára gamall sóknarmaður.
Barcelona vann leikinn í dag örugglega, 4-0, og mætir Santos frá Brasilíu í úrsltaleiknum á sunnudag.
Villa líklega frá keppni í hálft ár
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn

Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Leifur Andri leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn


Víkingur missir undanúrslitasætið
Íslenski boltinn

Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn
