Íslenskum markvörðum fækkar áfram í Svíþjóð | María Björg er hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2011 18:19 María Björg Ágústsdóttir varði mark Íslands í mikilvægum leikjum á móti Írum. Mynd/Daníel María Björg Ágústsdóttir, markvörður KIF Örebro í sænsku kvennadeildinni hefur ákveðið að hætta í fótbolta en hún var að klára sitt fyrsta ár með sænska liðinu. Þetta kom fram á fótbolti.net. María er annar markvörðurinn sem snýr heim úr sænska kvennaboltanum á árinu en Sandra Sigurðardóttir hætti hjá Jitex á miðju sumri. Íslenskum markvörðum í deildinni hefur því fækkað um helming, úr fjórum í tvo, en landsliðsmarkverðirnir, Þóra Björg Helgadóttir hjá Malmö og Guðbjörg Gunnarsdóttir hjá Djurgarden, spila áfram í Svíþjóð á næsta tímabili. María Björg var aðalmarkvörður Örebro-liðsins en lék ekkert með liðinu eftir að hún fékk slæmt höfuðhögg í leik á móti Linköping 17. ágúst síðastliðinn. „Ég ætla mér ekki að spila á næsta ári. Þetta er í raun ákvörðun sem ég tók á meðan ég var enn að berjast við einkenni heilahristingsins, sem ég var rúma tvo mánuði að hrista af mér," sagði María Björg í viðtali við Fótbolta.net í morgun en það má finna allt viðtalið með því að smella hér. María er 29 ára gömul en hún hafði tekið sér frí frá fótbolta árin 2006 og 2007 en byrjaði síðan að spila aftur með KR árið 2008. Hún er uppalin í Stjörnunni en fór síðan í Val þar sem hún varð tvöfaldur meistari 2009 og 2010. María var einnig í kringum A-landsliðshópinn og varði mark íslenska liðsins þegar stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM eftir tvo umspilsleiki við Íra. Hún var hinsvegar ekki valin í lokahópinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Fleiri fréttir Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Sjá meira
María Björg Ágústsdóttir, markvörður KIF Örebro í sænsku kvennadeildinni hefur ákveðið að hætta í fótbolta en hún var að klára sitt fyrsta ár með sænska liðinu. Þetta kom fram á fótbolti.net. María er annar markvörðurinn sem snýr heim úr sænska kvennaboltanum á árinu en Sandra Sigurðardóttir hætti hjá Jitex á miðju sumri. Íslenskum markvörðum í deildinni hefur því fækkað um helming, úr fjórum í tvo, en landsliðsmarkverðirnir, Þóra Björg Helgadóttir hjá Malmö og Guðbjörg Gunnarsdóttir hjá Djurgarden, spila áfram í Svíþjóð á næsta tímabili. María Björg var aðalmarkvörður Örebro-liðsins en lék ekkert með liðinu eftir að hún fékk slæmt höfuðhögg í leik á móti Linköping 17. ágúst síðastliðinn. „Ég ætla mér ekki að spila á næsta ári. Þetta er í raun ákvörðun sem ég tók á meðan ég var enn að berjast við einkenni heilahristingsins, sem ég var rúma tvo mánuði að hrista af mér," sagði María Björg í viðtali við Fótbolta.net í morgun en það má finna allt viðtalið með því að smella hér. María er 29 ára gömul en hún hafði tekið sér frí frá fótbolta árin 2006 og 2007 en byrjaði síðan að spila aftur með KR árið 2008. Hún er uppalin í Stjörnunni en fór síðan í Val þar sem hún varð tvöfaldur meistari 2009 og 2010. María var einnig í kringum A-landsliðshópinn og varði mark íslenska liðsins þegar stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM eftir tvo umspilsleiki við Íra. Hún var hinsvegar ekki valin í lokahópinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Enski boltinn Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Fótbolti Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Fótbolti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Fótbolti Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Nefna völl eftir nemanda sem lést á golfvelli Sport Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti Fótbolti Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fótbolti Fleiri fréttir Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Fengu ljót skilaboð eftir óléttumynd: „Fyrirmunað að skilja þessi viðbrögð“ Messi jafnaði heimsmet með frábærum hætti „Mikilvægt að sýna fólki að ég er ekki brjálæðingur“ Eldræða Lárusar Orra: Þurfum ferskan þjálfara inn með ástríðu Líbönsk landsliðskona lífshættulega slösuð eftir árás Ísraelsmanna Lélegasta landslið heims fékk flestar heimsóknir eftir sögulegan sigur Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ „Ætla ekki að standa hérna og tala um einhverja einstaklinga“ Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Gyökeres skoraði fernu fyrir Svía í Þjóðadeildinni Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Svartfellingar unnu Tyrki óvænt og hjálpuðu Wales upp í A-deild Guardiola framlengir við Man. City Sjáðu Andra Lucas skora og Wales svara með fjórum mörkum Hefur ekki rætt við Hareide: „Klárlega búið að ganga vel hjá honum“ Gerir þrjár breytingar á sigurliðinu í Svartfjallalandi Klopp vildi fá Antony í stað Salah Þórdís Elva semur við Þróttara Af hverju er San Marínó framar í röðinni en Ísland? Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Hareide ætlar að stöðva taplausa hrinu Wales Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Aron á leið til Katar og verður ekki á leik kvöldsins Sjá meira