Fótbolti

Ronaldinho verður áfram hjá Flamengo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ronaldinho hefur samþykkt að vera áfram í herbúðum brasilíska félagsins Flamengo þó svo að hann hafi ekki fengið laun sín greidd hjá félaginu síðustu fjóra mánuðina.

Fyrirtæki að nafni Traffic ber ábyrgð á því að greiða Ronaldinho að minnsta kosti hluta launa hans og hefur það ekki staðið í skilum í haust. En forráðamenn Flamengo segja að samkomulag liggi fyrir um að greiða út vangoldin laun og að Ronaldinho sé því reiðubúinn að spila áfram með liðinu.

Ronaldinho hafði einnig verið orðaður við Panathinaikos í Grikkklandi en umboðsmaður hans og bróðir, Roberto de Assis, sagði að Ronaldinho vildi vera áfram í heimalandinu.

Flamengo varð í fjórða sæti brasilísku úrvalsdeildarinnar en tímabilinu lauk nú í upphafi mánaðarins. Liðið fékk 61 stig, tíu stigum minna en meistararnir í Corinthians. Ronaldinho varð í 4.-6. sæti markahæstu leikmanna deildarinnar meeð fjórtán mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×