Spænska dagblaðið Marca segir líklegt að Barcelona ætli sér að kaupa miðjumanninn Oriel Romeu aftur frá Chelsea aðeins fimm mánðuðum eftir að hann var seldur til Englands.
Börsungar eiga von á því að Seydou Keita muni yfirgefa félagið í sumar og að félagið vilji þá endurheimta Romeu til að fylla í hans skarð.
Barcelona seldi kappann á fimm milljónir evra í sumar en samkvæmt spænskum fjölmiðlum var samkomulag gert á milli liðanna sem gerir Barcelona kleift að kaupa kappann aftur á tíu milljónir evra næsta sumar eða fimmtán milljónir sumarið 2013.
Andre Villas-Boas, stjóri Chelsea, segir það rangt að slíkt samkomulag hafi verið gert en annað segir Marca.
Romeu náði aðeins einum leik með Barcelona en hefur náð sér ágætlega á strik með Chelsea. Keita mun hins vegar óánægður með hversu lítið hann hefur fengið að spila og er hann sagður á leið í ítölsku úrvalsdeildina.
Barcelona vill fá Romeu aftur næsta sumar
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti