Fótbolti

Maradona sektaður fyrir að kalla annan þjálfara dóna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnusamband Sameinuðu arabísku furstadæmana ákvað að sekta Diego Maradona, þjálfara Al Wasl, um 300 þúsund krónur, fyrir að kalla annan þjálfara dóna.

Maradona hefur átt í deilum við rúmenska þjálfarann Cosmin Olaroiu sem þjálfar nú Al Ain í sama landi. Liðin áttust við í nóvember síðastliðnum og hafði þá Al Ain betur, 1-0.

Eftir leikinn kvartaði Maradona undan því að Olaroiu og aðrir starfsmenn liðsins hafi fagnað sigurmarki sinna manna á óviðeigandi máta. „Hann er frekar dónalegur og þarf að læra einhverja mannasiði," sagði Maradona þá.

Olaroiu svaraði fyrir sig: „Maradona er ekki skýr í kollinum vegna þess lífs sem hann hefur lífið. Ég nota ekki eiturlyf. Líf mitt er skýrt."

„Hvað hefur Maradona gert sem þjálfari? Hann ætti að bera virðingu fyrir starfinu sínu og hætta að mæta í stuttum buxum á leiki sína."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×