Fótbolti

Beckham ekki búinn að semja við PSG

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Einn umboðsmanna David Beckham sagði við franska fjölmiðla í dag að Beckham væri ekki búinn að ganga frá samningum við Paris Saint-Germain.

Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki þess efnis að Beckham muni ganga til liðs við PSG þegar að opnað verður fyrir félagaskipti um áramótin.

Umboðsmaðurinn staðfestir að viðræður hafi átt sér stað. „Það er ekkert samkomulag við PSG í höfn. Tilboð er ekki það sama og samningur," sagði hann.

„Við höfum átt í viðræðum við nokkur félög, þeirra á meðal PSG og LA Galaxy. En það hefur enn engin ákvörðun verið tekin og erum við nú að bíða eftir að það verði gert."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×