Fótbolti

Petr Cech: Það sáu allir að þetta var víti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Petr Cech.
Petr Cech. Mynd/Nordic Photos/Getty
Petr Cech, markvörður Chelsea, var allt annað en sáttur með það að Chelsea skyldi ekki fá vítaspyrnu í lokin þegar liðið tapaði 0-1 á móti Manchester United í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

„Það sáu allir hvað gerðist þarna og þetta sést enn betur í sjónvarpinu. Vandamálið var bara að mikilvægasti maður vallarins sá þetta ekki," sagði Petr Cech. Patrice Evra felldi þá Brasilíumannin Ramires innan teigs og Evra hefði líklega átt að fá líka rautt spjald fyrir brotið.

„Við þurfum að klífa fjall í Manchester eftir þetta tap en við höfum trúna á það að við getum komist áfram. Við fengum færin í þessum leik en lykilatriðið var að United-liðið skoraði úr fyrsta færi sínu," sagði Cech.

„Þeir spiluðu klókt og beittu skyndisóknum. Markið þeirra breytti síðan leiknum," sagði Cech.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×