Innlent

Leiðrétting vegna stuðningsyfirlýsingar

Börn að leik. Myndin er úr safni.
Börn að leik. Myndin er úr safni.
Steinsmiðjan S. Helgason vill árétta að stuðningsyfirlýsingu hennar við

leikskólakennara var ekki beint að ríkisstjórn Íslands. Tilgangurinn með

stuðningsyfirlýsingunni var einvörðungu að sýna samstöðu með þessari

mikilvægu starfsstétt sem ítrekað hefur setið eftir hvað launahækkanir

snertir.

Yfirlýsingin snerist á engan hátt um pólitík, eins og gefið er í skyn í

umfjöllun á fréttavefnum Smugan.is. Krafa leikskólakennara er sanngjörn og

tími til kominn að leiðrétta laun þeirra miðað við aðrar stéttir.

Þau leiðu mistök urðu þó að í stuðningsyfirlýsingunni var ríkisstjórnin

hvött til að leysa úr kjaradeilunni, en ekki sveitafélögin sem eru hinn

rétti samningsaðili í deilunni.

Ítreka skal að tilgangurinn var alls ekki að

koma höggi á neinn ákveðinn stjórnmálaflokk, þó sjálfsagt sé að hvetja þá

alla, hvort sem þeir aðilar að ríkisstjórn, stjórnarandstöðu eða í

sveitarstjórnum, til að leggja sitt lóð á vogarskálarnar svo að ekki þurfi

að koma til verkfalls.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×