Innlent

Enn alvarlega veik á gjörgæslu vegna svínaflensu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Konan liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Mynd/ vilhelm.
Konan liggur á gjörgæsludeild Landspítalans. Mynd/ vilhelm.
Ástand konunnar sem lögð var inn á gjörgæsludeild Landspítalans með svínaflensu fyrir helgi er svipað og það var fyrir helgi, samkvæmt upplýsingum frá vakthafandi lækni á gjörgæsludeild. Ástand hennar er stöðugt en hún er ennþá alvarlega veik.

Samkvæmt upplýsingum á vef Landlæknis var konan með undirliggjandi áhættuþætti sem auka líkur á alvarlegum veikindum af völdum inflúensunnar. Hún var hins vegar við góða heilsu áður en hún smitaðist af inflúensunni.

Landlæknir segir að mikið álag sé nú á gjörgæsludeildum í mörgum nágrannalöndum okkar vegna svínainflúensunnar sem sækir í sig veðrið. Enn sem komið er virðist inflúensan ekki hafa náð mikilli útbreiðslu í samfélaginu hér á landi. Landlæknir hvetur fólk sem ekki hefur enn fengið inflúensubólusetningu hvatt til að láta bólusetja sig sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×