Innlent

Flestir vilja að forsetinn sé sameiningartákn

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
48 prósent svarenda í nýrri könnun um meginhlutverk forsetaembættisins eru á því að hlutverk hans sé að vera sameiningartákn þjóðarinnar. Miðlun stóð að könnuninni sem ætlað er að bregða upp mynd af viðhorfum almennings til embættisins. 31 prósent vilja að í embættinu sitji einstaklingur sem sé talsmaður menningar og viðskipta á erlendri grundu og 21 prósent er á því að forsetinn sé kjölfesta í íslensku stjórnkerfi og beiti stjórnskipulegu valdi sínu þjóðinni til farsældar.

Svarendur gátu valið um eftirfarandi þrjá valkosti:



  • Forseti Íslands er sameiningartákn þjóðarinnar. Hann er virkur þátttakandi í lífi fólksins í landinu.
  • Forseti Íslands er talsmaður þjóðarinnar út á við, hann stuðlar að framgangi íslenskrar menningar og viðskipta á erlendri grundu.
  • Forseti Íslands er kjölfesta í íslensku stjórnkerfi. Hann beitir stjórnskipulegu valdi sínu þjóðinni til farsældar.


Í tilkynningu frá Miðlun segir að athygli veki að fólk á aldrinum 18 til 34 ára telur frekar en aðrir hópar að forsetinn eigi að vera talsmaður menningar og viðskipta á erlendri grundu. „Fólk með grunnskólapróf og einstaklingar búsettir út á landi telja frekar en aðrir hópar að forsetinn eigi að beita stjórnskiplegu valdi sínu," segir ennfremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×