Innlent

Krefjast svara vegna flugumanns

Flugumaðurinn Mark Kennedy.
Flugumaðurinn Mark Kennedy.
Náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland hefur sent ríkislögreglustjóra ítrekun vegna seinagangs embættisins á að upplýsa um ferðir flugumannsins Marks Kennedys hér á landi. Hann starfaði fyrir bresku lögregluna og kom sér fyrir í röðum aðgerðarsinna hér á landi þegar þeir mótmæltu byggingu Kárahnjúkavirkjunar.

Eins og kom fram í yfirlýsingu sem náttúruverndarhreyfingin Saving Iceland sendi frá sér sl. þriðjudag, um afskipti íslenskra lögregluyfirvalda af breska lögreglunjósnaranum Mark Kennedy, óskaði Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra eftir því í ársbyrjun að ríkislögreglustjóri gerði rannsókn á því hvort íslenska lögreglan hafi vitað af störfum Kennedy hér á landi og eins hvort hún hafi átt í samstarfi við hann.

Nú hafa þrír mánuðir liðið en ekkert heyrst frá Haraldi Johannessen, ríkislögreglustjóra.

„Þessi langa þögn yfirvalda um þetta alvarlega mál stangast algjörlega á við viðbrögð yfirvalda í Þýskalandi og Írlandi sem lýstu því yfir opinberlega, stuttu eftir að fréttirnar af Kennedy komust á síður alþjóðlegra fjölmiðla í byrjun janúar þessa árs, að þau hafi verið meðvituð um veru og störf hans innan lögsagna þeirra," segir í yfirlýsingu frá hreyfingunni.

Fyrir vikið hefur hreyfingin sent Haraldi ítrekun sem má lesa hér fyrir neðan í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×