Innlent

Nauðgunum fjölgar ekki þó Aflið sé til staðar

Forsvarsmenn Aflsins segjast hafa átt gott samstarf við þá sem skipuleggja stórar hátíðir á Akureyri
Forsvarsmenn Aflsins segjast hafa átt gott samstarf við þá sem skipuleggja stórar hátíðir á Akureyri Mynd úr safni
Aflið, samtök gegn kynferðis og heimilisofbeldi á Norðurlandi, hafa sent frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að samtökin hafi í áraraðir átt mjög gott samstarf við Akureyrarbæ, forsvarsmenn Bíladaga og þá sem hafa séð um skipulag liðinna Verslunarmannahelga.

„Vilja Aflskonur vekja athygli á þessu, þar sem Páll Scheving Ingvarsson, formaður þjóhátíðarnefndar vill meina að með aðkomu Stígamóta á þjóðhátíð ýti undir vandamál tengt kynferðisofbeldi á svæðinu,“ segir í tilkynningunni, en Aflið eru einskonar systursamtök Stígamóta með aðsetur á Akureyri.

Aflskonur hafa verið með gangandi vaktir auk þess að vera með meiri viðbúnað ef eitthvað kæmi upp á þessar stóru helgar.

Þær segja að gest og gangandi hafi alltaf tekið því vel að Aflskonur séu á svæðinu, og að fólk hafi almennt viljað spjalla og fræðast um starf þeirra.

„Ekki hægt að merkja að það sé neitt meira um nauðganir né árásir þrátt fyrir að Aflið hafi verið sýnilegt og auglýst,“ segja þær.

Áðurgreind ummæli lét Páll falla í viðtali við RÚV fyrir helgina og hafa þau vakið mikla athygli. Stígamót sáu sig þar tilneydd til að mótmæla því að samtökin „nærist“ á nauðgunum, eins og Páll orðaði það.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×