Blá lömb spígspora um Steingrímsfjörð 17. maí 2011 07:00 Bláa fjölskyldan á Bassastöðum Tvílembd ær vildi ekki annað lambið sitt þannig að bóndinn gerði henni ómögulegt að þekkja þau í sundur svo nú fá bæði lömbin að njóta móðurlegrar umhyggju ærinnar. Eins er ástatt um aðra tvílembda kind á Bassastöðum.Fréttablaðið/Garðar „Gamlir og þrjóskir bændur eru búnir að finna upp alls konar brellur," segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði, sem heilsprautaði í vor fjögur nýborin lömb með bláum merkjalit. Guðbrandur segir að tvær ær sem voru tvílembdar hafi báðar hafnað öðru lamba sinna. Sjálfar séu kindurnar litblindar en þekki lömbin á lyktinni. Hann hafi hins vegar séð við lyktarskyni þeirra. „Ég hef fundið það út að ein af fljótlegustu lausnunum þegar ær afneita lömbum, sem eru orðin þurr og kannski tveggja daga gömul, er að úða einhverju yfir þau sem eyðir lyktinni. Síðan gera gamlir og grónir framsóknarmenn rollunni það til háðungar að hafa lömbin blá," segir Guðbrandur og hlær.Guðbrandur útskýrir að aðferðin virki ekki ef ær sem sé tvílembd afneitar báðum lömbunum. „Þær vita að þær eiga annað lambið og þetta er gert til þess að þær finni ekki muninn á lömbunum," segir fjárbóndinn og undirstrikar að vanda verði vel til verksins og gæta að að liturinn fari á allt lambið. „Ef þær finna einhvern smá blett þar sem þær ná þessari eðlilegu lykt af lambinu þá þekkja þær það eins og skot." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðbrandur beitir litaúðunar-brellunni. „Í fyrra var farið að sleppa á fjall þegar einn gamall kom til mín og spurði hvort það væri virkilega farið að vera með nýtt litaafbrigði á fénu. Þá hafði hann farið langt fram á dal og fann þar kind með græn lömb. Það var ekki alveg það sem hann hafði séð í Selárdalnum áður," segir hann. Guðbrandur segir litinn engu breyta um eiginleika ullarinnar sem haldi áfram hita á lömbunum á eðlilegan hátt. Þá muni liturinn skolast af í sumar. „Liturinn verður nánast horfinn í haust svo þetta truflar smalana ekki mikið. Þeir ættu ekki að lenda í því að halda að þetta sé huldufé," lofar bóndinn á Bassastöðum. gar@frettabladid.is Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Gamlir og þrjóskir bændur eru búnir að finna upp alls konar brellur," segir Guðbrandur Sverrisson, bóndi á Bassastöðum í Steingrímsfirði, sem heilsprautaði í vor fjögur nýborin lömb með bláum merkjalit. Guðbrandur segir að tvær ær sem voru tvílembdar hafi báðar hafnað öðru lamba sinna. Sjálfar séu kindurnar litblindar en þekki lömbin á lyktinni. Hann hafi hins vegar séð við lyktarskyni þeirra. „Ég hef fundið það út að ein af fljótlegustu lausnunum þegar ær afneita lömbum, sem eru orðin þurr og kannski tveggja daga gömul, er að úða einhverju yfir þau sem eyðir lyktinni. Síðan gera gamlir og grónir framsóknarmenn rollunni það til háðungar að hafa lömbin blá," segir Guðbrandur og hlær.Guðbrandur útskýrir að aðferðin virki ekki ef ær sem sé tvílembd afneitar báðum lömbunum. „Þær vita að þær eiga annað lambið og þetta er gert til þess að þær finni ekki muninn á lömbunum," segir fjárbóndinn og undirstrikar að vanda verði vel til verksins og gæta að að liturinn fari á allt lambið. „Ef þær finna einhvern smá blett þar sem þær ná þessari eðlilegu lykt af lambinu þá þekkja þær það eins og skot." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Guðbrandur beitir litaúðunar-brellunni. „Í fyrra var farið að sleppa á fjall þegar einn gamall kom til mín og spurði hvort það væri virkilega farið að vera með nýtt litaafbrigði á fénu. Þá hafði hann farið langt fram á dal og fann þar kind með græn lömb. Það var ekki alveg það sem hann hafði séð í Selárdalnum áður," segir hann. Guðbrandur segir litinn engu breyta um eiginleika ullarinnar sem haldi áfram hita á lömbunum á eðlilegan hátt. Þá muni liturinn skolast af í sumar. „Liturinn verður nánast horfinn í haust svo þetta truflar smalana ekki mikið. Þeir ættu ekki að lenda í því að halda að þetta sé huldufé," lofar bóndinn á Bassastöðum. gar@frettabladid.is
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira